Hæfileikaríkir ungfolar

  • 23. desember 2015
  • Fréttir
Eiðfaxi Image
4 vetra stóðhestar

Flokkur fjögurra vetra stóðhesta er lang minnstur en alls voru sýndir 51 hestar á árinu. Það gerir tæplega 3% af öllum sýndum hrossum og tæplega 10% af sýndum stóðhestum. Af efstu tíu hestunum eru sjö frá Íslandi, tveir frá Danmörku og einn frá Svíþjóð. Efstur er Trausti frá Þóroddsstðum en hann hlaut hæsta dóm sem fjögurra vetra stóðhestur hefur hlotið í sínum fyrsta dómi eða 8,44 í aðaleinkunn. Árni Björn Pálsson sýndi Trausta en hann hlaut fyrir hæfileika 8,58 og sköpulag 8,23. Fyrir tölt, hægt tölt og vilja og geðslag hlaut hann 9,0.

Annar er Sonur frá Dal en hann var sýndur af Sigurði Óla Kristinssyni. Hann hlaut fyrir hæfileika 8,46 og fyrir sköpulag 8,13. Fyrir tölt og vilja og geðslag hlaut hann 9,0. Þriðji er Árblakkur frá Laugasteini en hann var sýndur af Agnari Þór Magnússyni en hann stóð efstur í sínum flokki á fjórðungsmóti Austurlands í sumar. Árblakkur hlaut fyrir hæfileika 8,41 og fyrir sköpulag 8,04. Hann hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt.

4 vetra stóðhestar
8.44      Trausti frá Þóroddsstöðum            Þröstur Hvammi  Snót Þóroddsstöðum        Ísland
8.33      Sonur fra Dalur    Rómur Búðardal  Gleði Dalur        Danmörk
8.26      Árblakkur frá Laugasteini  Ágústínus Melaleiti         Áróra Laugasteini            Ísland
8.25      Vökull frá Leirubakka       Héðinn Feti        Embla Árbakka   Ísland
8.21      Finnur frá Ármóti            Álffinnur Syðri-Gegnishólum         Nist Ármóti        Ísland
8.18      Stefnir frá Ketilsstöðum    Álfur Selfossi      Vænting Ketilsstöðum     Ísland
8.16      Ásgeir från Knutshyttan    Prins Knutshyttan            Randa Nerbåen    Svíþjóð
8.16      Rauðskeggur frá Kjarnholtum         Kiljan Steinnesi  Hera Kjarnholtum I          Ísland
8.14      Náttfari fra Bendstrup        Glotti Sveinatungu          Nótt Bendstrup   Danmörk
8.14      Goði frá Bjarnarhöfn         Spuni Vesturkoti             Gyðja Bjarnarhöfn            Ísland

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar