Hæsta hæfileikaeinkunn án áverka

Nanna Jónsdóttir, formaður búgreinadeildar hrossabænda, og Elvar Þormarsson
Fagráðsstefna hrossaræktarinnar fór fram í gær í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Þar voru hin ýmsu verðlaun veitt til knapa og ræktenda.
Elvar Þormarsson fékk eftirsótt verðlaun en þau eru hæsta hæfileikaeinkunn ársins án áverka.
Hann sýndi Djáknar frá Selfossi á miðsumarssýningu á Rangárbökkum þar sem hann hlaut 8,94 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir hægt stökk og samstarfsvilja. Djáknar er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Diljá frá Hveragerði. Ræktendur hans eru þeir Árni Sigfús Birgisson og Davíð Sigmarsson en eigandi er Von Blinkenberg.
