Hálfmáni frá Steinsholti er seldur

  • 24. maí 2021
  • Fréttir

Jakob og Hálfmáni í keppni í Meistaradeildinni

Einn þekktasti keppnishestur landsins, Hálfmáni frá Steinsholti, er seldur og hefur það verið staðfest með eigendaskiptum á Worldfeng. Nýjir eigendur eru Martina Williams og James Bóas Faulkner sem kaupa hann af ræktanda og knapa hans Jakobi Svavari Sigurðssyni.

Í samtali við Jakob sagði hann að Hálfmáni hefði verið seldur með það í huga að fara á HM ef af því yrði og ef þeir kæmust í liðið. ,,Planið var að fara með hann á HM ef það yrði og hann kæmist í liðið. Ég verð með hann þangað til en ef það verður ekki býst ég við að Íslandsmót verði síðasta mótið okkar“

Hálfmáni er undan Abel frá Eskiholti II og Birnu frá Ketilsstöðum. Jakob Svavar hefur verið áberandi á honum á keppnisbrautinni undanfarin ár en þeir tóku þátt í B-flokki á Landsmóti árið 2018 og komu inn á mótið með 8,60 í einkunn. Síðan þá hafa þeir unnið til ýmissa afreka og verið m.a. áberandi í keppni í Meistaradeildinni þar sem þeir hafa unnið fjórgang og gæðingafimi.

Íslandsmótið á Hólum í Hjaltadal mun því líklega verða síðasta keppni Hálfmána og Jakobs og nú er spurning hvort þeir nái að klára með titli.

Hálfmáni fer svo til Svíþjóðar þar sem áformað er að hann verði keppnishestur James Bóas Faulkner.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<