Hestamannafélagið Geysir „Hann er séní á tölti“

  • 9. maí 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr tölti T1 í meistaraflokki á WR íþróttamóti Geysis

Það er alltaf spennandi þegar hátt dæmdir stóðhestar eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Árni Björn Pálsson mætti með Sólfaxa frá Herríðarhóli í sína fyrstu töltkeppni í dag á WR íþróttamóti Geysis. Árni Björn sýndi Sólfaxa í 10 fyrir tölt og hægt tölt í kynbótadómi og var eftirvænting mikil eftir að sjá þá í töltinu í dag. Uppskáru þeir 7,90 í einkunn og efsta sætið eftir forkeppni í tölti T1 í meistaraflokki.

Blaðamaður Eiðfaxa hitti á Árna Björn þar sem hann var að ríða úr braut og spurði hann m.a. út í sýninguna.

„Það þarf að slípa þetta aðeins meira. Sólfaxi er yfirburða hestur á tölti. Hann þarf að skólast meira og læra prógrammið. Þetta var fyrsta keppni og mjög lofandi finnst mér. Hann er séní á tölti. Hann er með ofurmýkt og getur gengið í miklum burði og haldið mýktinni,“ segir Árni Björn en við munum að öllum líkindum fá að sjá þá félaga aftur í úrslitunum á sunnudaginn.

Aðspurður hvort Árni Björn stefnir með Sólfaxa í tölt á Landsmóti segir hann það vera óráðið. „Ég stefni líka með Kastaníu frá Kvistum og mun ríða á því hrossi sem eru meiri möguleikar á að vinna,“ bætir hann við en Árni Björn hefur unnið töltið á Landsmóti nú fjögur mót í röð, tvisvar á Stormi frá Herríðarhóli (2016 og 2014) og tvisvar á Ljúfi frá Torfunesi (2022 og 2018).  „Þetta eru allt ólíkir hestar, Ljúfur, Stormur og Sólfaxi. Sólfaxi er mjög efnilegur í þetta, eðlistöltari með mikla söfnunar eiginleika,“ segir Árni Björn að lokum.

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Sólfaxi frá Herríðarhóli 7,90
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum 7,87
3 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum 7,60
4-5 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 7,57
4-5 Ásmundur Ernir Snorrason Aðdáun frá Sólstað 7,57
6 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 7,53
7 Jóhann Kristinn Ragnarsson Karólína frá Pulu 7,50
8-10 Jakob Svavar Sigurðsson Kór frá Skálakoti 7,43
8-10 Hinrik Bragason Gullhamar frá Dallandi 7,43
8-10 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík 7,43
11 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ 7,33
12 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Fenrir frá Kvistum 7,30
13 Viðar Ingólfsson Hjartasteinn frá Hrístjörn 7,27
14 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum 7,23
15 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 7,13
16-17 Sara Sigurbjörnsdóttir Vísir frá Tvennu 7,10
16-17 Hlynur Guðmundsson Tromma frá Höfn 7,10
18-19 Elsa Mandal Hreggviðsdóttir Dröfn frá Feti 7,00
18-19 Kristín Lárusdóttir Stígur frá Hörgslandi II 7,00
20 Hjörtur Ingi Magnússon Viðar frá Skeiðvöllum 6,93
21 Lena Zielinski Nemó frá Efra-Hvoli 6,87
22 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Dökkvi frá Miðskeri 6,63
23 Ástríður Magnúsdóttir Þróttur frá Syðri-Hofdölum 6,57
24 Bergrún Ingólfsdóttir Kolgrímur frá Efri-Gegnishólum 6,50
25 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Steffy frá Dísarstöðum 2 6,43
26 Sara Sigurbjörnsdóttir Svenni frá Reykjavík 6,27
27 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar