Hans Þór Hilmarsson er maður ársins 2022

  • 30. desember 2022
  • Fréttir
Lesendur Eiðfaxa hafa valið mann ársins 2022

Lesendur Eiðfaxa hafa valið mann ársins 2022 en það er Hans Þór Hilmarsson!

Hans setti heimsmet þegar hann reið hestinum Sindra frá Hjarðartúni í 9,38 fyrir hæfileika á Landsmótinu í sumar. Hann sýndi þónokkur kynbótahross með góðum árangri og reið fjórum sinnum í 10 fyrir einstaka eiginleika, þrjár 10 á Sindra (skeið, brokk og samstarfsvilja) og eina 10 á Dagmari frá Hjarðartúni (skeið).

Hann átti góðu gengi að fagna á skeiðbrautinni þar sem hann var m.a. í 2. sæti í 100 m. skeiði og 3. sæti í 150 m. skeiði á Íslandsmótinu og hlaut Öderinn sem er veittur stigahæsta knapanum á Skeiðleikum.

Á haustdögum var Hans svo valin í landsliðshóp Íslands.

Eiðfaxi óskar Hans Þór til hamingju með tiltilinn.

 

Eiðfaxi heimsótti Hans Þór og veitti honum viðurkenningu og gjafabréf frá Líflandi.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar