,,Hef skilning á sjónarmiði keppenda og aðstandenda þeirra“

  • 14. ágúst 2020
  • Fréttir

Lárus Ástmar Hannesson formaður LH. mynd:Eiðfaxi

Viðtal við Lárus formann LH

Stjórn Landssamband hestamannafélaga gaf frá sér yfirlýsingu í morgun. Yfirlýsingin kemur í kjölfar aflýsingar Íslandsmóts og því að félög fari af stað í mótahaldi en í henni segir meðal annars.

,,Sú nálgun sem tekin er á samfélagsmiðlum um ákvörðun þessa hefur vakið athygli stjórnar. Einnig sú staðreynd að hestamannafélög hafa ákveðið að auglýsa mót á næstu vikum og með því lýst yfir vantrausti á nálgun stjórnar LH á stöðunni. Það skal tekið fram að þessar ákvarðanir um mótahald hafa verið teknar án samráðs við LH.“ Vitnar stjórnin þar í opið íþróttamót í Spretti sem fyrirhugað er að halda 21.-23.ágúst.

Blaðamaður Eiðfaxa hafði samband við Lilju Sigurðardóttur, framkvæmdarstjóra Spretts, á dögunum og spurði hana út í ástæður þess að halda ætti opið íþróttamót. En í hennar svari kom meðal annars fram.„Við í Hestamannafélaginu Spretti höfum fengið fjölda fyrirspurna frá knöpum og aðstandendum þeirra sem stefndu á þátttöku á Íslands- og Suðurlandsmóti um að halda opið íþróttamót. Við teljum okkur geta haldið mót og farið á sama tíma eftir fjarlægðar- og fjöldatakmörkunum með sama hætti og viðhaft var í vor þegar hestamannamót voru haldin.“

Í kjölfar yfirlýsingar stjórnar LH í morgun óskaði blaðamaður Eiðaxa eftir viðtali við Lárus Ástmar Hannesson formann LH til þess að fá greinlegri svör við því hver staðan væri. Í viðtalinu er m.a aflýsing Íslandsmótsins rædd, hvort ekki hafi komið til greina að seinka því og sjá til hvort ekki væri hægt að finna leiðir til þess að halda það og þá ræðir blaðamaður Eiðfaxa við Lárus um mótahald hestamanna í framtíðinni og það hvort LH, eins og önnur sérsambönd innan ÍSÍ, hafi sent inn tillögur að lausnum til sóttvarnaryfirvalda.

Viðtalið fór fram í gegnum internetið og verða lesendur því að fyrirgefa myndgæði og tæknivandræði. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<