„Hefur það góða frá báðum foreldrum“

Dalvar frá Efsta Seli stendur efstur hrossa í nýútreiknuðu kynbótamati. Dalvar var sýndur á vorsýningu á Hellu og hlaut þar 8,99 í aðaleinkunn, en hann er afar jafnvígur hestur með 9,01 fyrir sköpulag og 8,98 fyrir hæfileika.
Eiðfaxi hitti Daníel Jónsson, eiganda, ræktanda og sýnanda Dalvars og ræddi við hann um hestinn.
