Heimsmet í 150 m. skeiði?
Það var gaman að horfa á seinni umferð kappreiðanna í kvöld á Íslandsmótinu en frábærir tímar voru í báðum greinum.
Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II fóru 150 metrana á tímanum 13,46 sek. sem er 0,01 sek. undir gildandi heimsmeti. Heimsmetið eiga þær Catherine Gratzl og Blökk frá Kambi eða 13,47 sek. Ef metið fæst staðfest eiga þeir Konráð og Kjarkur heimsmetið í 150 m. skeiði og Íslandsmetið í 150m. og 250 m. skeiði.
Í öðru sæti varð Þórarinn Ragnarsson á Bínu frá Vatnsholti og í því þriðja Daníel Gunnarsson á Skálmöld frá Torfunesi.
Skeið 150m P3 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 13,46
2 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 14,00
3 Daníel Gunnarsson Skálmöld frá Torfunesi 14,08
4 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,11
5 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 14,24
6 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 14,29
7 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 14,48
8 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá Hólum 14,68
9 Þráinn Ragnarsson Blundur frá Skrúð 14,86
10 Helga Una Björnsdóttir Salka frá Fákshólum 15,11
11 Larissa Silja Werner Hylur frá Kjarri 15,12
12 Erlendur Ari Óskarsson Hrafnkatla frá Ólafsbergi 15,33
13 Ívar Örn Guðjónsson Buska frá Sauðárkróki 15,42
14-17 Þorgils Kári Sigurðsson Flugdís frá Kolsholti 3 0,00
14-17 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 0,00
14-17 Þórarinn Eymundsson Sviðrir frá Reykjavík 0,00
14-17 Árni Björn Pálsson Þokki frá Varmalandi 0,00