Hæst dæmda fjögurra vetra hryssa frá upphafi dóma!

  • 21. ágúst 2020
  • Fréttir

Mette og Eygló á miðsumarssýningu fyrr í ár. Mynd: Árni Hrólfsson

Hin fjögurra vetra Eygló frá Þúfum sem er hæst dæmda hryssa ársins í sínum aldursflokki kom aftur til dóms á Síðssumarssýningu á Hólum en hún hækkaði einkunn sína frá því á miðssumarssýningu. Hún hlaut fyrir sköpulag 8,63 en fékk núna 8,56 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,59. Þar af 9,0 fyrir tölt og samstarfsvilja. Það var Mette Mannseth eigandi og ræktandi hennar sem sýndi hana. Eygló er undan Eldi frá Torfunesi og Happadís frá Stangarholti. Yfirlitinu á Hólum er ekki lokið en nú stendur yfir sýning á stóðhestum.

Með þessu varð Eygló hæst dæmda fjögurra vetra hryssa frá upphafi og skaut sér upp fyrir Hamingju frá Hellubæ sem var með 8,54 í aðaleinkunn

Eiðfaxi óskar ræktenda og eiganda hryssunar til hamingju með glæsilegan grip.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<