Heimsmet í hæð á herðarkamb?!

  • 23. ágúst 2021
  • Fréttir

Guðmundur Björgvinsson situr á Ganda á verðlaunaafhendingu á Landsmóti. Ljósmynd/Eiðfaxi

Kynbótasýningum hér á landi er lokið þetta árið og þá er ekki úr vegi að skoða hvað markvert gerðist á árinu, en af nægu er að taka.

Gandi frá Rauðalæk setti met þegar hann mætti til dóms í vor því hann mældist 156 cm á herðar og er, eftir því sem Eiðfaxi kemst næst, sá íslenski hestur sem hæstur hefur mælst á herðarkamb í kynbótadómi frá upphafi mælinga og því um heimsmet að ræða. Gandi er undan Konsert frá Hofi og Garúnu frá Árbæ. Konsert var sjálfur 146 cm á herðar og virðist vera að skila frá sér háum herðum, Garún er há á herðar, sérstaklega þegar miðað er við hryssur og mældist 148 cm á herðar í kynbótadómi. Meðalhæð þeirra stóðhesta sem mæta til kynbótadóms er 143,8 cm og er Gandi því 14,2 cm hærri en meðal stóðhesturinn.

Gandi var sýndur á Vorsýningu á Gaddstaðaflötum og hlaut þar 8,79 fyrir sköpulag, 8,45 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,57. Hann er sex vetra gamall og hlaut næst hæstu aðaleinkunn ársins í þeim aldursflokki.

 

Gandi á Landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Ljósmynd/Eiðfaxi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar