Landsamband hestamanna Hekla Katharína hættir með U21 landsliðsþjálfari

  • 20. ágúst 2025
  • Fréttir

U21 landsliðið í hestaíþróttum að loknu heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss í ágúst Mynd: aðsend

Hekla Katharína Kristinsdóttir greindi frá því í dag að hún ætlar að hætta sem landsliðsþjálfari U21 árs eftir sex ára starf.

„Nú ætla ég að láta staðar numið í starfi U21 árs landsliðsþjálfara eftir 6 flott ár! Þetta starf hefur þroskað mig og eflt. Ég hlakka til nýrra verkefna og að halda áfram að hlúa að fallegu fjölskyldunni minni,“ segir hún í tilkynningu á facebook og bætir við; „Mér finnst líka löngu orðið tímabært að ég fari að láta sjá mig aðeins meira á brautinni og vonandi á hrossum úr ræktun okkar Eiríks.“

Hekla Katharína hefur unnið flott starf með yngra landsliðinu. Fyrir Heimsmeistaramótið valdi hún fimm knapa sem fulltrúa Íslands á mótinu ásamt því að vera með tvo titilverjendur í hópnum. Af níu heimsmeistaratitlum unnu ungmennin sjö ásamt því að hljóta fjögur silfurverðlaun, eitt fjórða sæti og tvö fimmta sæti.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar