Hengill efstur í yngsta flokki stóðhesta í ár

Hengill frá Hestkletti
Kynbótasýningum ársins er lokið á Íslandi og því tímabært að fjalla um 10 hæst dæmdu hross ársins í hverjum aldursflokki. Við hefjum umfjöllunina á flokki fjögurra vetra gamalla stóðhesta. Alls voru 64 stóðhestar sýndir í fullnaðardómi á Íslandi í ár í þeim aldursflokki.
Sá sem efstur stendur er Hengill frá Hestkletti ræktaður af Sigríði Gunnarsdóttur og Þórarni Eymundssyni sem er eigandi ásamt Austurdal ehf og það var Þórarinn sem sýndi hestinn í kynbótadómi á vorsýningu á Hólum. Faðir Hengils er Þráinn frá Flagbjarnarholti en móðir er Þökk frá Prestsbæ, hann hlaut 8,64 fyrir sköpulag þar sem hæst bar einkunnin 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,27 með 9,0 fyrir brokk og samstarfsvilja.
Sá stóðhestur sem hæsta einkunn hlaut fyrir sköpulag var Tinni frá Árdal með 8,83 og þar á meðal hina fágætu einkunn 9,5 fyrir háls, herðar og bóga og 9,0 fyrir höfuð, samræmi og hófa. Faðir Tinna er Kveikur frá Stangarlæk 1 og móðir er Þruma frá Árdal. Ræktendur og eigendur eru Henrik Falster-Hansen og Ómar Pétursson en það var Björn Haukur Einarsson sem sýndi Tinna.
Tveir stóðhestar stóðu efstir fyrir hæfileika með einkunnina 8,32 en það voru þeir Leiknir frá Ásholti og Knörr frá Ketilsstöðum.
Leiknir er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Lukku frá Fosshofi, ræktendur eru Nina Keskital og Ólafur Brynjar Ásgeirsson sem er eigandi hestsins. Sýnandi Leiknis var Þorgeir Ólafsson og hlaut hann jafnar og góðar einkunnir fyrir alla þætti í hæfileikadómi.
Knörr er undan Styrk frá Leysingjastöðum II og Snekkju frá Ketilsstöðum, sýnandi, eigandi og ræktandi er Bergur Jónsson. Líkt og Leiknir er þar á ferðinni efnilegur alhliðahestur með góðar einkunnir fyrir alla eiginleika.
10 efstu 4.vetra stóðhestar ársins á Íslandi
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn ▴ |
Hengill | Hestkletti | Þórarinn Eymundsson | 8.64 | 8.27 | 8.4 |
Knörr | Ketilsstöðum | Bergur Jónsson | 8.44 | 8.32 | 8.37 |
Kjarval | Sámsstöðum | Gústaf Ásgeir Hinriksson | 8.46 | 8.25 | 8.32 |
Sprækur | Garðshorni á Þelamörk | Agnar Þór Magnússon | 8.39 | 8.25 | 8.3 |
Garpur | Bergi | Daníel Jónsson | 8.5 | 8.18 | 8.3 |
Skjöldur | Skipaskaga | Árni Björn Pálsson | 8.64 | 8.09 | 8.29 |
Leiknir | Ásholti | Þorgeir Ólafsson | 8.16 | 8.32 | 8.27 |
Garpur | Bergi | Daníel Jónsson | 8.5 | 8.12 | 8.26 |
Fönix | Ytri-Skógum | Hlynur Guðmundsson | 8.43 | 8.16 | 8.26 |
Hrellir | Hrafnagili | Daníel Jónsson | 8.32 | 8.22 | 8.25 |