Hertar sóttvarnarreglur hafa áhrif á mótahald hestamanna

  • 30. júlí 2020
  • Fréttir

Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á morgun en ákveðið hefur verið að taka 2 metra regluna aftur í gildi sem og að fækka fjöldatakmörkunum úr 500 manns í 100 manns að nýju.

Þetta mun líklega hafa einhver áhrif á mótahald hestamanna eins og yfirlýsing Hestamannafélagsins Skagfirðimgs hér fyrir neðan ber vitni um.

 

!ATHUGIÐ!

Ákveðið hefur verið að aflýsa íþróttamóti Skagfirðings sem fara átti fram um helgina að tilmælum almannavarna og breyttra aðstæðna í landinu.

Þeir sem þegar hafa greitt skráningargjöldin eru beðnir að senda bankaupplýsingar og kennitölu á netfangið itrottamot@gmail.com fyrir endurgreiðslu. Best væri að fá þessar upplýsingar sendar sem fyrst.

Við viljum þó þakka keppendum fyrir áhugann á að koma til okkar og vonumst eftir að geta haldið skemmtilegt mót saman sem fyrst.

– Mótanefnd og stjórn Skagfirðings

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar