Hestamannafélagið Sóti á Álftanesi vígir reiðhöll sína

  • 11. maí 2022
  • Fréttir
Draumur hestamanna í Sóta er orðin að veruleika

Í apríl árið 2019 undirrituðu Jörundur Jökulsson, formaður hestamannafélagsins Sóta og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, samning um byggingu reiðhallar á svæði Sóta á Álftanesi.
Þann 5. nóvember sama ár tók Gunnar bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna og í gær, þann 10. maí 2022, var reiðhöll Sóta tekin í notkun með formlegum hætti.

Viðstaddir voru félagsmenn og velunnarar Sóta, sem margir hverjir hafa lagt fram óeigingjarna sjálfboðavinnu við byggingu reiðhallarinnar, bæjarstjórn og bæjarstjóri Garðabæjar.
Eftir að klippt hafði verið á borða var skemmtilegt atriði frá æskulýðsnefnd Sóta og því næst boðið upp á léttar veitingar.

Mikil ánægja er með reiðhöllina sem svo sannarlega mun hafa mikla þýðingu fyrir allt starf félagsins, sérstaklega hvað varðar kennslu, æfingar og æskulýðsstarf. Það hefur sýnt sig að gríðarleg þróun og framfarir í hestaíþróttinni hafa orðið á landinu með tilkomu reiðhalla þar sem mögulegt er að æfa allt árið um kring.

Hamingjuóskir til hestamanna í hestamannafélaginu Sóta.
Framtíðin er björt.

 

Hér að neðan eru nokkrar myndir teknar af Steinunni Guðbjörnsdóttur frá deginum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar