Hestamenn á meðal tilnefndra íþróttamanna í heimahéruðum

  • 17. desember 2024
  • Fréttir

Sigursteinn Sumarliðason er tilnefndur sem íþróttakarl Árborgar.

Hefð er fyrir því að sveitarfélög tilnefni það íþróttafólk sem þótti skara fram úr á árinu í hinum mismunandi greinum. Hestaíþróttamenn eru í síauknum mæli að hljóta tilnefningar til verðlauna í sínum heimahéruðum og hljóta útnefningar fyrir árangur sinn.

Hjá ungmennasambandi Skagafjarðar eru fjórir íþróttamenn tilnefndir til verðlauna og þeirra á meðal er Bjarni Jónasson, hestaíþróttamaður í Skagfirðingi. Athygli vekur að sonur hans, Finnbogi Bjarnason, er einn þriggja aðila sem útnefndir eru sem þjálfarar ársins. Finnbogi varð þess heiðurs aðnjótandi á dögunum að vera útnefndur reiðkennari ársins hér á landi.

Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru tveir hestaíþróttamenn tilnefndir til verðlaun en það eru þau Sigursteinn Sumarliðason og Védís Huld Sigurðardóttir. Hægt er að taka þátt í kosningu á íþróttamanneskju Árborgar með því að smella hér.

Systir Védísar, Glódís Rún Sigurðardóttir, var í fyrra útnefnd sem íþróttakona Árborgar, svo við hestamenn eigum þar titil að verja.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar