„Hestur sem myndi bjarga lífi manns“

  • 9. júlí 2022
  • Fréttir

Mynd: Bjarney Anna

Kolskeggur frá Kjarnholtum sigurvegari a flokksins

Kolskeggur frá Kjarnholtum I og Sigurður Sigurðarson eru sigurvegarar A flokks á Landsmóti 2022. Þeir komu, sáu og sigruðu og fóru krísuvíkurleiðina – beint upp úr b úrslitum.

„Þetta er alltaf ótrúlega góð tilfinning. Ég hugsaði alveg út í það að ég gæti unnið eftir að ég vann b úrslitn. Þá varð ég mjög beittur og fókuseraður á þetta,“ segir Sigurður sem hefur nú unnið b flokk þrisvar sinnum á þremur mismunandi hestum og a flokk tvisvar á tveimur mismunandi hestum.

„Kolskeggur er ótrúlegur gammur, er svo fylginn sér og beitir sér alla leið en líka alveg ofsa traustur. Ég var að hugsa það um daginn, þú mannst kvæðið Skúlaskeið. Kolskeggur er þannig hestur, hestur sem myndi bjarga lífi manns ef maður þyrfti á því að halda.“

Í öðru og þriðja sæti urðu Spunasynirnir, Goði frá Bjarnarhöfn annar með 8,95 í einkunn, setinn af Daníel Jónssyni og Atlas frá Hjallanesi I þriðji með 8,94 í einkunn, setinn af Teit Árnasyni.

A úrslit – A flokkur – Niðurstöður
Sæti Hross Knapi Aðildarfélag eiganda Einkunn

1 Kolskeggur frá Kjarnholtum I Sigurður Sigurðarson Sprettur 9,01
2 Goði frá Bjarnarhöfn Daníel Jónsson Sörli 8,95
3 Atlas frá Hjallanesi 1 Teitur Árnason Fákur 8,94
4 Þráinn frá Flagbjarnarholti Þórarinn Eymundsson Skagfirðingur 8,91
5 Forkur frá Breiðabólsstað Flosi Ólafsson Borgfirðingur 8,90
6 Penni frá Eystra-Fróðholti Auðunn Kristjánsson Geysir 8,86
7 Sólon frá Þúfum Guðmundur Björgvinsson Geysir 8,85
8 Glúmur frá Dallandi Sigurður Vignir Matthíasson Hörður 8,79

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar