Hetja hlaut hæstu aðaleinkunn sex vetra gamalla hryssa

Hetja frá Ragnheiðarstöðum og Þorgeir Ólafsson
Alls voru þær 232 talsins sex vetra gömlu hryssurnar sem mættu til kynbótadóms á Íslandi í ár. Hæst dæmd þeirra var Hetja frá Ragnheiðarstöðum með 8,83 í aðaleinkunn. Hlaut hún m.a. fyrir sköpulag 8,90, með úrvalseinkunnina 9,5 fyrir höfuð, bak og lend og samræmi. Þá hlaut hún fyrir hæfileika 8,79 þar sem hæst ber 9,0 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Hetja er undan Þránni frá Flagbjarnarholti og Hendingu frá Úlfsstöðum. Ræktandi Hetju er Helgi Jón Harðarson en eigendur eru HJH Eignarhaldsfélag ehf og Birgir Már Ragnarsson, sýnandi hennar var Þorgeir Ólafsson.
Sú hryssa sem hæsta einkunn hlaut fyrir sköpulag í þessum aldursflokki var Þórdís frá Flagbjarnarholti sem hlaut fyrir sköpulag 8,97. Hlaut hún 9,5 fyrir samræmi og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend, fótagerð og prúðleika. Faðir Þórdísar er Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og móðir er Þyrla frá Ragnheiðarstöðum. Ræktandi og eigandi er Jaap Groven en sýnandi hennar var Þórarinn Eymundsson.
Sú hryssa sem hæstu hæfileikaeinkunnina hlaut var Ramóna frá Heljardal sem sýnd var af Teiti Árnasyni sem er eigandi ásamt Nökkva Þey Þórssyni og Þorra Má Þórssyni en ræktendur eru Anton Páll Níelsson og Inga María S. Jónínudóttir. Ramóna hlaut fyrir hæfileika 8,95 og þar af 10,0 fyrir skeið! Þá hlaut hún 9,5 fyrir samstarfsvilja og greitt stökk og 9,0 fyrir brokk. Faðir hennar er Draupnir frá Stuðlum en móðir er Auður frá Hofi.
Hæst dæmdu sex vetra hryssur ársins á Íslandi
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn ▴ | |
Hetja | Ragnheiðarstöðum | Þorgeir Ólafsson | 8.9 | 8.79 | 8.83 | Skoða |
Ramóna | Heljardal | Teitur Árnason | 8.57 | 8.95 | 8.82 | Skoða |
Vala | Vindási | Helga Una Björnsdóttir | 8.59 | 8.85 | 8.76 | Skoða |
Eyrún | Fákshólum | Helga Una Björnsdóttir | 8.59 | 8.75 | 8.7 | Skoða |
Sparta | Eystra-Fróðholti | Jón Ársæll Bergmann | 8.06 | 8.93 | 8.63 | Skoða |
Blíða | Bergi | Daníel Jónsson | 8.58 | 8.65 | 8.62 | Skoða |
Hraundís | Selfossi | Viðar Ingólfsson | 8.32 | 8.75 | 8.6 | Skoða |
Krafla | Ketilsstöðum | Elín Holst | 8.25 | 8.78 | 8.59 | Skoða |
Eik | Meðalfelli | Agnar Þór Magnússon | 8.22 | 8.76 | 8.57 | Skoða |
Ímynd | Skíðbakka I | Ævar Örn Guðjónsson | 8.23 | 8.7 | 8.54 | Skoða |
Líf | Sumarliðabæ 2 | Þorgeir Ólafsson | 8.47 | 8.57 | 8.54 | Skoða |