Kynbótasýningar Hildur hæst dæmda hryssa í heimi

  • 12. júní 2024
  • Fréttir

Hildur frá Fákshólum, sýnandi Helga Una Björnsdóttir Mynd: Sabine Girke

Hildur frá Fákshólum sló heimsmet og hlaut m.a. 10 fyrir skeið

Rétt í þessu var hin sjö vetra Hildur frá Fákshólum að slá heimsmet þegar hún hlaut 8,91 í aðaleinkunn. Hún er nú orðinn hæst dæmda hryssan frá upphafi. Sló hún þar með sextán ára gamalt heimsmet Lukku frá Stóra-Vatnsskarði sem Arney frá Ytra-Álandi jafnaði í gær á kynbótasýningunni á Hólum.

Hildur var sýnd af þjálfara sínum Helgu Unu Björnsdóttur og hlaut hún fyrir sköpulag 8,69 og fyrir hæfileika 9,03. Hlaut hún m.a. 10 fyrir skeið og 9,5 fyrir samstarfsvilja.

Hildur er undan Ölni frá Akranesi og Gnýpu frá Leirulæk en ræktandi Hildar er Jakob Svavar Sigurðsson og eigandi er Gut Birkholz GbR.

IS2017281420 Hildur frá Fákshólum
Örmerki: 956000004715808
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Ræktandi: Jakob Svavar Sigurðsson
Eigandi: Gut Birkholz GbR
F.: IS2009135006 Ölnir frá Akranesi
Ff.: IS2002136610 Glotti frá Sveinatungu
Fm.: IS2000235006 Örk frá Akranesi
M.: IS2010236751 Gnýpa frá Leirulæk
Mf.: IS2005135848 Stikill frá Skrúð
Mm.: IS1990265320 Assa frá Engimýri
Mál (cm): 143 – 132 – 136 – 64 – 143 – 37 – 47 – 45 – 6,3 – 27,0 – 17,5
Hófa mál: V.fr.: 9,0 – V.a.: 8,1
Sköpulag: 9,0 – 9,0 – 9,0 – 9,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 = 8,69
Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 10,0 – 8,5 – 8,0 – 9,5 – 9,0 – 8,0 = 9,03
Hægt tölt: 8,5

Aðaleinkunn: 8,91
Hæfileikar án skeiðs: 8,85
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,80
Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Þjálfari:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar