Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

  • 14. mars 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er það hin efnilega Bríet Guðmundsdóttir sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Bríet Guðmundsdóttir

Gælunafn: Ekkert svo sem

Skóli: Háskóli Íslands

Aldur: 21

Skónúmer: 39

Stjörnumerki: Tvíburi

Samskiptamiðlar: facebook, instagram, snapchat

Uppáhalds drykkur: Collab

Uppáhalds matur: Rjómalagað kjúklingapasta

Uppáhalds matsölustaður: Tapas barinn!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones, þó svo seinasta þáttaröðin hafi verið vonbrigði.

Uppáhalds leikari: Johnny Depp

Uppáhalds íslenski tónlistarmaðurinn: Jökull í hljómsveitinni Kaleo

Uppáhalds ísbúð: Vesturbæjarís allan daginn.

Kringlan eða Smáralind: Engin skoðun

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, Dajm, sætar hnetur

Þín fyrirmynd: Verð að segja hann pabbi minn

Fyndnasti íslendingurinn: Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir Sörlaskvísa

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Einbeiti mér bara að sjálfri mér í keppni

Sætasti sigurinn: 1.sæti í ungmennaflokki á Landsmóti 2018 á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum

Mestu vonbrigðin: Að geta ekki klárað ungmennaflokkinn almennilega þar sem að Landsmótinu og Íslandsmótinu var aflýst á seinasta ári.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Væri ekki slæmt að eiga Kveik frá Stangarlæk, yfirburðar hestur

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Kolbrún Katla Halldórsdóttir er ein af mörgum efnilegum í yngri flokkum

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Passss

Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Þorvaldur Þorvaldsson (eldri). Margfróður um allt sem viðkemur hrossum.

Besti knapi frá upphafi: Margir sem kæmu til greina!

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Ófeigur frá Flugumýri

Besti hestur sem þú hefur prófað: Verð að segja hann Kolfinnur minn frá Efri-Gegnishólum

Uppáhalds staður á Íslandi: Snæfellsnesið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjaraklukku

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Voða lítið, aðeins með fótbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Sé alltaf mikið eftir því að hafa reynt að læra spænsku

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Stærðfræði

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er tvíburi!

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Sindri Sigurðsson. Algjör fagmaður sem gaman er að vera í kringum.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: úfff valkvíði

Ég skora á Halldór Gunnar Victorsson að sýna á sér hina hliðina næst! 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar