Hestamannafélagið Fákur Hlíf nýr formaður Fáks

  • 4. maí 2025
  • Tilkynning
Á aðalfundi hestamannafélagsins Fáks þann 29. apríl sl. var kjörinn nýr formaður Fáks, Hlíf Sturludóttir.

Þá var kosin gjaldkeri Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir og meðstjórnendur Hákon Leifsson og Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir.

Er stjórn því skipuð eftirfarandi 2025 til 2026:

  • Hlíf Sturludóttir, formaður
  • Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Ívar Hauksson, ritari
  • Hákon Leifsson, meðstjórnandi
  • Sigurður Elmar Birgisson, meðstjórnandi
  • Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir, meðstjórnandi
  • Þormóður Skorri Steingrímsson, meðstjórnandi

Á fyrsta fundi stjórnar verður kosinn varaformaður.

Hjörtur Bergstað lét af störfum sem formaður eftir að hafa verið formaður óslitið frá árinu 2013. Var honum þökkuð góð störf í þágu félagsins og félagsmanna.

Ávarp Hlífar til félagsmanna sem hún fór með á aðalfundinum er hægt að lesa HÉR

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar