Hljómur hæst dæmdur í elsta flokki stóðhesta

Hljómur frá Auðsholtshjáleigu og Árni Björn Pálsson. Ljósmynd: Henk & Patty
Yfirlitssýningu í elsta flokki stóðhesta, sjö vetra og eldri, lauk nú rétt í þessu en í þeim flokki voru níu hestar sýndir. Frá og með síðasta heimsmeistaramóti eru hrossin eingöngu dæmd í hæfileikum og fylgir þeim sá sköpulagsdómur sem þau hlutu í hæsta dómi á vorsýningum, líkt og þekkist á stórmótum heima á Íslandi.
Hæst dæmdi hesturinn í þessum flokki er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sem jafnframt er fulltrúi Íslands. Hann er ræktaður af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur en eigandi er Stutteri Egebjerggård I/S. Faðir Hljóms er Organisti frá Horni og móðir er Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu fyrir sköpulag hlaut hann 8,76, fyrir hæfileika 8,78 og í aðaleinkunn 8,77. Sýnandi hans var Árni Björn Pálsson.
Hross | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Hljómur frá Auðsholtshjáleigu | Árni Björn Pálsson | 8,76 | 8,78 | 8,77 |
Náttfari från Gunvarbyn | Agnar Snorri Stefansson | 8,99 | 8,51 | 8,68 |
Gormur fra Villanora | Þórður Þorgeirsson | 8,42 | 8,58 | 8,52 |
Mótor från Smedjan | Caspar Logan Hegardt | 8,48 | 8,25 | 8,33 |
Glóðafeykir vom Weierholz | Frauke Schenzel | 8,45 | 8,14 | 8,25 |
Kristall vom Frobüel | Anne Stine Haugen | 8,03 | 8,15 | 8,11 |
Óskar fra Højgaarden | Þórður Þorgeirsson | 8,43 | 7,94 | 8,11 |
Geisli fra Løland | Elin Johanssen | 8,54 | 7,88 | 8,11 |