FEIF HM 2029 haldið í Herning í Danmörku

  • 5. nóvember 2025
  • Fréttir

Kristín Lárusdóttir varð heimsmeistari í tölti síðast þegar HM fór fram í Herning í Danmörku árið 2015

FEIF hefur tilkynnt að heimsmeistaramótið í hestaíþróttum árið 2029 verði haldið í Herning í Danmörku.

Þetta verður í annað sinn sem mótið er haldið í Herning og samkvæmt frétt á heimasíðu FEIF er stefna skipuleggjenda skýr. Að leggja áherslu á jákvæða stemningu og að mótið verði meira en bara keppni, það verði hátíð íslenska hestsins og þeirrar menningu sem honum tengist. Velferð hestsins verður í fyrirrúmi, og framtíðarsýn mótsins byggir á virðingu, bæði fyrir hestinum og samfélaginu í kringum hann.

Markmið skipuleggjenda er að skapa ógleymanlega viku fyrir alla sem taka þátt, hvort sem þeir koma til að keppa, vinna eða sem áhorfendur!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar