Hnokki frá Fellskoti hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

  • 8. apríl 2024
  • Fréttir

Hnokki frá Fellskoti og Jóhann Rúnar Skúlason í keppni á HM2013

Hnokki frá Fellskoti var einn af þeim stóðhestum sem voru heiðraðir á Icehorse festival um helgina. Danska ræktunarsambandið verðlaunaði þar þrjá stóðhesta þá Hnokka frá Fellskoti, Vita frá Kagaðarhóli og Kappa frá Kommu sem allir hafa náð þeim merka áfanga að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Við sama tilefni voru hryssurnar Saga frá Þóreyjarnúpi og Sara frá Teland einnig heiðraðar sem heiðursverðlauna hryssur fyrir afkvæmi.

Hnokki frá Fellskoti náði þeim lágmörkum árið 2021 en hafði ekki fyrr en nú hlotið afkvæmaorð í Worldfeng. Var hann þá með 73 dæmd afkvæmi og 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Ræktendur hans eru þau Kristinn Antonsson og María Þórarinsdóttir en eigandi er Lars Mehl.

Afkvæmaorð Hnokka:

The offspring from Hnokki frá Fellskoti are roughly average sized horses. Their head is dry and chiselled with good expression. They have an eye-catching front part as the neck is very long and well raised with good topline but especially his sons could sometimes have finer underline in the neck. They usually have a good and well balanced back but the croup could be more even. The offspring are long legged and light built, the legs are dry but the tendon could be better separated from the cannon bone, the hindlegs are narrow and the front legs are toed out. They have good horn material in the hooves but sometimes a bit short or sloping heels. Hnokkis offspring have long strides and light movements in tölt with good carrying ability in slow tölt but sometime of them could be more supple. They have good stridelength and movements in trot with average speed capacity. Some of his offspring have very good pace, but lack of speed and security is more common. The gallop is fast and with good stridelength, the canter is clear-beat with average suspension and the walk is energetic. The offspring are willing and well raised under rider. Hnokki frá Fellskoti breeds offspring with light and charismatic conformation, horses that are elegant under rider and he receives honour prize for offspring.

Eiðfaxi óskar ræktendum og eigendum til hamingju.

Frá vinstri: Steffi Svendsen situr á Vita frá Kagaðarhóli, Lis Lysholm Falck og Eyvindur Hrannar Gunnarsson frá danska ræktunarsambandinu. Lars Mehl eigandi Hnokka frá Fellskoti. Eigendur og ræktendur Sögu frá Þóreyjarnúpi, Julia Mai Skytte Halldórsdóttir og Halldór Gísli Guðnason. Mette Haugslien, sem tók á móti verðlaunum fyrir hönd Sofie Kirk, að lokum Katrine Buur sem heldur í Kappa frá Kommu. Ljósmynd: Kristina Christensen

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar