Hólaskóli leitar eftir stöðvarstjóra
Á skólabúi háskólans eru m.a. þrjár reiðhallir, rúmlega 200 eins hesta stíur, hringvellir og kynbótabraut.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við rekstur skólabús, m.a. umsjón með starfsmönnum, hestahaldi, aðstöðu og fjárhag búsins. Starfið hentar metnaðarfullum aðila, með reynslu og áhuga á hestahaldi, sem hefur gaman samskiptum við fólk og þrífst vel í lifandi starfsumhverfi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um 100 % stöðu er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2024 og sótt er um starfið á starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Inga Ingimarsdóttir, mannauðsráðgjafi á hr@holar.is.