Hörku hestar skráðir til leiks í fimmgang Meistaradeildarinnar

Á föstudaginn verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild Líflands og hefst keppnin stundvíslega klukkan 19:00. Eins og áður fer mótið fram í HorseDay höllinni á Ingólfhvoli og í þetta sinn er það TOYOTA SELFOSSI sem býður frítt í stúkuna.
Ráslistinn er klár og stefnir þetta í hörku keppni
Eyrún Ýr Pálsdóttir sigraði í fyrra á Hrannari frá Flugumýri II en í ár mætir hún með Leyni frá Garðshorni á Þelamörk en þau hafa vakið mikla athygli síðustu ár og átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni.
Íslandsmeistararnir í fimmgangi frá því í fyrra, Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum eru skráðir til leiks. Ásmundur Ernir Snorrason og Askur frá Holtsmúla 1 eru einnig á lista en þeir urðu m.a. Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum í fyrra og voru í A úrslitum í Meistaradeildinni í fyrra. Af þeim pörum sem voru í úrslitunum í fyrra eru líka skráð Sigurður Vignir Matthíasson og Hlekkur frá Saurbæ, Glódís Rún Sigurðardóttir og Snillingur frá Íbishóli og Árni Björn Pálsson og Ísbjörg frá Blesastöðum.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá knapa og hesta sem mæta til leiks á föstudaginn.
Bendum við áhorfendum á að hægt er að fyrir þá sem vilja gera kvöldið enn betra verður glæsilegt steikarhlaðborð á staðnum og gestir sem panta fyrirfram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni en pantanir fara fram á HÉR. Húsið opnar klukkan 17:00.
Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is
Ráslisti – Fimmgangur F1 Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Lið
1 Hanna Rún Ingibergsdóttir Kraftur frá Eystra-Fróðholti Óskasteinn frá Íbishóli Sæl frá Eystra-Fróðholti Fet/Pula
2 Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum Stáli frá Kjarri Elding frá Ingólfshvoli Sumarliðabær
3 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Vafi frá Ysta-Mó Ósk frá Íbishóli Hestvit/Árbakki
4 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A Spuni frá Vesturkoti Blábjörg frá Torfastöðum Top Reiter
5 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ Þeyr frá Prestsbæ Njóla frá Miðsitju Ganghestar/Margrétarhof
6 Flosi Ólafsson Védís frá Haukagili Hvítársíðu Konsert frá Hofi Vitrun frá Grafarkoti Hrímnir / Hest.is
7 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Narri frá Vestri-Leirárgörðum Hrísla frá Sauðárkróki Hjarðartún
8 Teitur Árnason Goði frá Oddgeirshólum 4 Hrannar frá Flugumýri II Assa frá Oddgeirshólum 4 Top Reiter
9 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi Spuni frá Vesturkoti Harpa frá Gunnarsstöðum I Ganghestar/Margrétarhof
10 Benjamín Sandur Ingólfsson Pandóra frá Þjóðólfshaga 1 Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Pyttla frá Flekkudal Sumarliðabær
11 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ Arion frá Eystra-Fróðholti Þrift frá Hólum Hrímnir / Hest.is
12 Jóhanna Margrét Snorradóttir Gýmir frá Skúfslæk Hrannar frá Flugumýri II Gríma frá Efri-Fitjum Hestvit/Árbakki
13 Bylgja Gauksdóttir Móeiður frá Feti Stáli frá Kjarri Hvatning frá Feti Fet/Pula
14 Helga Una Björnsdóttir Hetja frá Hofi I Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Gifting frá Hofi I Hjarðartún
15 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg Forseti frá Vorsabæ II Hamingja frá Hæli Hjarðartún
16 Gústaf Ásgeir Hinriksson Eik frá Efri-Rauðalæk Hreyfill frá Vorsabæ II Framtíð frá Bringu Hestvit/Árbakki
17 Eygló Arna Guðnadóttir Sóli frá Þúfu í Landeyjum Sólon frá Skáney Þöll frá Þúfu í Landeyjum Hrímnir / Hest.is
18 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði Maístjarna frá Stóra-Hofi Fet/Pula
19 Eyrún Ýr Pálsdóttir Leynir frá Garðshorni á Þelamörk Höfðingi frá Garðshorni á Þelamörk Gróska frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
20 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 Eldur frá Torfunesi Askja frá Þúfu í Landeyjum Uppboðssæti
21 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Skýr frá Skálakoti Arna frá Skipaskaga Sumarliðabær
22 Sara Sigurbjörnsdóttir Eimur frá Torfunesi Karl frá Torfunesi Elding frá Torfunesi Ganghestar/Margrétarhof