Landsmót 2026 Horses of Iceland og Landsmót hestamanna gera samstarfssamning

  • 11. desember 2025
  • Fréttir

Á myndinni má sjá verkefnastjóra Horses of Iceland í sameiginlegum bás verkefnisins og Landsmóts á HM í sumar

Landsmót hestamanna og markaðsverkefnið Horses of Iceland, sem stýrt er af Íslandsstofu, gerðu í sumar samstarfssamning með sérstakri áherslu á að auka sýnileika Landsmóts á stórum alþjóðlegum viðburðum. Samstarfið hófst með glæsibrag á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss í ágúst, þar sem Landsmót var með veglegan kynningarbás í markaðstjaldi Horses of Iceland. Viðtökur gesta voru afar góðar og ljóst er að mikill fjöldi þeirra hyggst leggja leið sína í Skagafjörð í júlí. Undirbúningur stendur nú yfir og lögð verður sérstök áhersla á að taka vel á móti erlendum gestum.

Horses of Iceland hélt áfram kynningarstarfi sínu um síðastliðin mánaðarmót á Stockholm International Horse Show í Svíþjóð og á Passion Pferd sýningunni í Hannover í Þýskalandi.

Á undanförnum Landsmótum hefur Horses of Iceland lagt rækt við metnaðarfulla fræðslu um íslenska hestinn, með áherslu á að efla hóp “sendiherra” íslenska hestsins og markaðsverkefnisins á erlendri grundu. Markmiðið er að styrkja ímynd og þekkingu á íslenska hestinum um heim allan og byggja upp öflugt tengslanet áhugafólks og fagfólks.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar