Hestamannafélagið Léttir Höskuldur knapi ársins hjá Létti

  • 3. janúar 2025
  • Fréttir

Á myndinni eru f.v. Guðmundur Karl Tryggvason, Vignir Sigurðsson og Höskuldur Jónsson. Ljósmynd: Facebooksíða Léttis

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.

Knapi ársins var útnefndur Höskuldur Jónsson en aðrir tilnefndir voru þeir Guðmundur Karl Tryggvason og Vignir Sigurðsson.

Knapi ársins í áhugamannaflokki er Mathilde Larsen en aðrir tilnefndir voru þau Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Eyþór Þorsteinn Þorvarsson.

Knapar ársins í áhugamannaflokki

Skeiðknapi ársins var útnefndur Hinrik Ragnar Helgason en aðrir tilnefndir voru þau Vignir Sigurðsson og Auður Karen Auðbjörnsdóttir.

Ungmenni ársins er Auður Karen Auðbjörnsdóttir og aðrir tilnefndir voru Eyþór Þorsteinn Þorvarsson og Margrét Ásta Hreinsdóttir.

 

Knapar ársins í ungmennaflokki

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar