Hrafnagils Mjólkurpelinn veittur á Akureyri

  • 10. maí 2024
  • Fréttir

Verðlaunahafar í Mjólkurtöltinu Börn

Hestamann á Akureyri gerðu sér glaðan dag í gær í aðstöðu sinni í Breiðholti hesthúsahverfi þegar haldinn var vorgleði.

Keppt var í berbaksreið þar sem knapar þurftu að fara í gegnum þrautabraut á tímatöku og svo var keppt í Mjólkurtölti en þar þurftu knapar að ríða einn hring á keppnisvellinum með fulla könnu af mjólk.

Sá knapi sem sullaði minnstu niður hlaut Hrafnagils Mjólkurpelann. En þau Jón Elvar og Berglind bændur á Hrafnagili gáfu alla mjólkina í töltið. Lífland gaf mjólkurfötuna og lambatúttur á pelana. Flugger gaf svo penslasett og derhúfur í verðlaun.

Að keppni lokinni var pylsum skellt á grillið og notið sólarinnar.
Meðfylgjandi eru myndir frá deginum sem fanga stemninuna!
Myndir af verðlaunaafhendingu tók Lauga Reynisdóttir, myndir af berbaksreiðinni tók Camilla Hoj og Edda Kamilla tók rest.

Verðlaunahafar í Mjólkurtöltinu

Verðlaunahafar í Berbaksreið Fullorðnir

Verðlaunahafar í Berbaksreið Börn

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar