Járningamannafélag Íslands Hreinn og Friðbergur Íslandsmeistarar í járningum

  • 3. mars 2024
  • Fréttir

Hreinn Gunnar Guðmundsson er Íslandsmeistari í járningum í flokki meira vana. Í öðru sæti varð Halldór Kristinn Guðjónsson og í því þriðja Gunnar Guðmundsson

Járningamannafélag Íslands hélt járninganámskeið og Íslandsmótið í járningum um helgina. 

Þrír fyrirlesara voru á námskeiðinu þau Kristján Elvar Gíslason, Gestur Júlíusson og Jenny Hagen. Jenny var með áhugaverðan fyrirlestur um líkamsstöðu og áhrif hennar á gang hestsins og sjúkrajárningar.

Íslandsmótinu var skipt upp í tvo flokka; meira vanir og minna vanir. Fjórir tóku þátt í Íslandsmótinu í flokki minna vana og átta í flokknum meira vanir. Hreinn Gunnar Guðmundsson vann meira vana og Friðbergur Hreggviðsson vann minna vana. Dómarar voru þeir Kristján Elvar Gíslason, Gestur Júlíusson og Jenny Hagen. Frekari niðurstöður er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Ó. Jónsson og Kaaber voru aðal styrktaraðilar mótsins en þeir sáu félaginu fyrir skeifum, sköflum og bikurum. Ásbjörn Ólafsson gaf vegleg verðlaun í flokki minna vana, nýjar skálmar frá Kerckhaert. Ástundun gaf 25.000,- kr gjafarkort fyrir sigurvegara í flokki meira vana og Sign skartgripaverslun gerði bikara fyrir 1., 2. og 3. sætið í báðum flokkum.

Minna vanir:

1. Friðbergur Hreggviðsson
2. Stefán Þór Leifsson
3. Baldur Örn Samúelsson.

Meira vanir:

1. Hreinn Gunnar Guðmundsson
2. Halldór Kristinn Guðjónsson
3. Gunnar Guðmundsson

Hægt er að sjá myndband frá deginum HÉR

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar