Hringur á leið í hólf í Vesturkoti

Hringur frá Gunnarsstöðum I, knapi Þórarinn Ragnarsson Mynd: Óðinn Örn
Hringur frá Gunnarsstöðum I er á leið í hólf í Vesturkoti á morgun, föstudag. Það er laust fyrir nokkrar hryssur í hólfið hjá honum og geta áhugasamir haft samband í síma 8677635 eða 6605300 eða með tölvupósti vesturkot@vesturkot.is
Hringur er afar frjósamur og hefur alltaf gengið vel að fylja í hólfi. Verð er 250.000 kr. með öllu (girðingagjaldi, vsk. og einum sónar).
Hann hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu í fyrra og í umsögn stendur m.a. „Hringur gefur klárhross með tölti, þau hafa mikla útgeislun og eru viljug og vakandi. Á tölti og brokki eru þau hágeng, léttstíg og framhá, brokkið mætti stundum vera rýmra. Stökkið er ferðmikið, teygjugott og hátt og hæga stökkið er takthreint og lyftingargott. Fetið er takthreint en vantar stundum framtak. Hringur gefur reist og næm léttleikahross sem fanga augað með skörpum og háum hreyfingum“