Heimsmeistaramót Hrókeringar á landsliðshópi Íslands

  • 18. júlí 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Landslið Íslands fullskipað fyrir heimsmeistaramót

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í Sviss er nú fullskipað.  Sigurbjörn Bárðarson kynnti landsliðið í síðustu viku og hélt þá einu sæti eftir en í viðtalinu hér að neðan fer hann yfir endanlegan hóp sinn en töluverðar hrókeringar hafa orðið á honum.

Breytingarnar eru þær að heimsmeistararnir Jóhanna Margrét Snorradóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir skipta báðar um hesta og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Hulinn frá Breiðstöðum kemur inn og fullkomnar þar með landsliðsvalið.

Jóhanna Margrét sem kynnt var á Kormáki frá Kvistum mætir til leiks á Össu frá Miðhúsum, þrælreyndri og magnaðri tölthryssu sem Gústaf Ásgeir hefur keppt á síðastliðinn ár við góðan orðstír. Endanlegt hestaval Söru kemur meira á óvart en hún mun keppa á hestinum Spuna vom Heesberg sem hefur verið einn magnaðasti slaktaumatöltshestur meginlands Evrópu síðastliðinn ár ásamt knapa sínum Daniel C. Schulz.

Hekla Katharína mun kynna endanlega liðskipan U-21 liðsins seinna í dag í viðtali hér á Eiðfaxa.

Í spilaranum hér að neðan fer Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari, yfir atburðarás síðustu daga og hugsanir sínar  á bak við lokavalið.

Endanlegur hópur Íslands fyrir HM

  • Elvar Þormarsson & Djáknar frá Selfossi Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði og 250 m. skeiði)
  • Glódís Rún Sigurðardóttir & Snillingur frá Íbishóli Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi ungmennaflokki)
  • Jóhanna Margrét Snorradóttir & Assa frá Miðhúsum Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum)
  • Sara Sigurbjörnsdóttir & Spuni vom Heesberg Tölt T2 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi)
  • Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum Tölt og fjórgangur
  • Árni Björn Pálsson & Kastanía frá Kvistum Tölt T1
  • Daníel Gunnarsson & Kló frá Einhamri 250 m. og 100 m. skeið
  • Hans Þór Hilmarsson & Ölur frá Reykjavöllum Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1
  • Helga Una Björnsdóttir & Ósk frá Stað Slaktaumatölt T2 og fjórgangur V1
  • Hinrik Bragason & Trú frá Árbakka Gæðingaskeið PP1
  • Sigursteinn Sumarliðason & Krókus frá Dalbæ 250 m. og 100 m. skeið

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar