 Hrókur efstur í Ellringen
								
												Hrókur efstur í Ellringen					
					
				 
									  
																			Hrókur frá Sunnuhvoli og Sigurður Óli Kristinsson. Ljósmynd: Neddens Tierfoto/Eyja.net
Síðustu kynbótasýningu ársins í Þýskalandi lauk í gær með yfirlitssýningu. Dómarar á sýningunni voru þau Víkingur Gunnarsson, Gísli Guðjónsson og Marlise Grimm. Alls voru 59 hross dæmd og þar af 55 í fullnaðardómi.
Alls voru 201 dómar felldir í Þýskalandi í ár þar af 142 fullnaðardómar. Það er mesti fjöldi sem mætt hefur til dóms síðan árið 2020 en mun minna en það sem þekktist á árum áður þar í landi.
Hæst dæmda hross sýningarinnar var stóðhesturinn Hrókur frá Sunnuhvoli, sýndur af Sigurður Óla Kristinssyni. Hrókur er 8.vetra gamall undan Hrannri frá Flugumýri og Urði frá Sunnuhvoli. Ræktendur hans eru Sunnuhvoll ehf en eigendur Kristen Pilegaard, Sys Pilegaard og Sigurður Óli Kristinsson. Hlaut hann 8,46 fyrir sköpulag og þar af 9,5 fyrir fótagerð og 9,0 fyrir hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,54 og þar af 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet. Aðaleinkunn Hróks er því 8,51.
Eitt hross einkunnina 9,5 fyrir einstakan eiginleika í hæfileikadómi en það var Galbjartur frá Hóli, sýndur af Þórði Þorgeirssyni, sem hlaut 9,5 fyrir skeið.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir öll hross sem sýnd voru.
 Hrókur efstur í Ellringen
								
												Hrókur efstur í Ellringen					 
																							 
                 
             
                 
             Minningarorð um Ragnar Tómasson
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                     
                 
             
                 
             
                 
             
                 
             
										 
                        
                 Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
                                        	
                                                                     
                                Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin                             
                        
                