Hrókur frá Hjarðartúni 1.verðlaun fyrir afkvæmi
Hrókur frá Hjarðartúni hefur nú náð lágmörkum til 1.verðlauna fyrir afkvæmi með 122 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og 15 dæmd afkvæmi. Hann er ræktaður af Óskari Eyjólfssyni en er nú í eigu Oliver Egli og því staðsettur í Sviss.
Hrókur er undan Degi frá Hjarðartúni og Hryðju frá Margrétarhofi. Hann hlaut í sínum hæsta dómi 8,34 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir höfuð og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,60 þar af 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, hægt stökk og vilja og geðslag og fegurð í reið. í Aðaleinkunn 8,50 sýndur af Steingrími Sigurðssyni.
Hæst dæmda afkvæmi Hróks er Vala frá Hjarðartúni, klárhryssa með 8,43 í aðaleinkunn og þar af 9,5 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið. Þá er hæst dæmdi sonur hans klárhesturinn Hugur frá Hólabaki með 8,38 í aðaleinkunn og þar af 9,5 fyrir tölt og hægt stökk.