Hrossaræktarbúið Kvistir til sölu

  • 27. ágúst 2021
  • Fréttir

Hrossaræktarbúið Kvistir í Holta og Landsveit kom á sölu í gær hjá TORG fasteignasölu. Að Kvistum hafa verið ræktuð mörg frábær hross á undanförnum árum og áratugum og má þar fremstan nefna heiðursverðlaunastóðhestinn og A-flokks sigurvegarann Óm.

Gunther Weber er og hefur verið eigandi Kvista frá stofnun bússins rétt fyrir aldamót. Síðan þá hafa þar starfað ýmsir tamningamenn og bústjórar en lengst af var það Kristjón L. Kristjónsson sem stýrði af honum tók við Ólafur Ásgeirsson og Aasa Ljungberg og starfandi þar í dag eru þau Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Marta Gunnarsdóttir.

Auk Óms hafa komið frá búinu mörg hross sem hafa látið að sér kveða í keppni og á kynbótasýningum nægir því til stuðninga að nefna Muna, Spá,Ketil, Skímu,Oliver, Fannar og í fyrra Kastaníu sem hlaut 9,5 fyrir tölt og hægt tölt einungis fimm vetra gömul. Samkvæmt auglýsingu verður auk eigna og jarðar hægt að kaupa bústofn þess eftir samkomulagi.

Óskað er eftir tilboði í eignina en jörðin er rúmlega 200 hektarar að stærð og er yfir 1.600 m² í byggingum, líkt og segir í auglýsingu á Fasteignavef Morgunblaðsins.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<