Hrossaræktin 2023 – Fagráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs verður haldin sunnudaginn 3. desember og byrjar klukkan 13:00 í Félagsheimili Fáks.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt og aðrir velunnarar hestsins er hvatt til að mæta. Ráðstefnunni verður einnig streymt.
Á dagskrá er umfjöllun yfir hrossaræktarárið, niðurstöður kynbótamatsins og verðlaunaveitingar. Auk þess verða kynningar og pallborðsumræður um niðurstöður könnunar um kynbótasýningar sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins framkvæmdi og svót greiningar á kynbótasýningum sem Fagráð í hrossarækt stóð að.
Allir velkomnir!
