Ráðstefnan Hrossaræktin 2024
Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram laugardaginn 12. október og byrjar klukkan 13:00.
Árleg yfirferð yfir sýningarárið, afhending verðlauna fyrir heiðursverðlaunahryssur ársins og hæstu hross og þá verða tilnefnd ræktunarbú ársins heiðruð. Ræktunarbú ársins verður svo heiðrað á uppskeruhátíðinni um kvöldið.
„Endilega takið daginn frá en nánari dagskrá verður send út fljótlega og staðsetning en ráðstefnan verður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu frá Fagráði.