Hrynur frá Hrísdal fallinn

  • 23. nóvember 2022
  • Fréttir
Minning um gæðing lifir

Stóðhesturinn Hrynur frá Hrísdal hefur nú kvatt þetta jarðlíf einungis 15 vetra gamall en hann lést úr hrossasótt.

Hrynur var undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Sigurrós frá Strandarhjáleigu. Hann var ræktaður af Eysteini Leifssyni, Guðrúnu Margréti Baldursdóttur og Gunnari Sturlusyni.

Hrynur vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir vasklega framgöngu og mikinn fótaburð og framgrip. Hann varð m.a. í þriðja sæti í B flokki á Landsmóti 2014 með 9,04 í einkunn.

Mari Hyyrynen annar eigandi hestsins minnist Hryns í facebook færslu:

„Farewell my precious Hrynur frá Hrísdal. You were great stallion and fantastic character, horse with special glow and presense. We will never forgot you!“
„You always handled him like the most valuable thing in the world, like diamond, like he was.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar