Heimsmeistaramót „Hryssan er gæðingur“

  • 5. ágúst 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Árna Björn Pálsson að lokinni sýningu á Óskastund

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er hafið. Eiðfaxi mun standa vaktina alla vikuna og flytja fréttir af mótinu og taka viðtöl við fólk á vettvangi.

Fyrsta atriði heimsmeistaramótsins eru kynbótadómar og hófst það á flokki 5. vetra hryssa. Þar mættu til dóms sex hryssur og er fulltrúi Íslands í þeim flokki Óskastund frá Steinnesi sýnd af Árna Birni Pálssyni. Faðir hennar er Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og móðir er Óskadís frá Steinnesi. Ræktandi hennar er Magnús Jósefsson en eigandi er Anja Egger og Kronshof.

Óskastund hlaut nú fyrir hæfileika 8,47 og í aðaleinkunn 8,41 en hún stendur efst í sínum flokki eftir forsýningu en yfirlitssýning fer fram á fimmtudag og föstudag.

 

5. vetra flokkur hryssa

  Hross Knapi   Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Óskastund frá Steinnesi Árni Björn Pálsson   8,29 8,47 8,41
Táta vom Kronshof Frauke Schenzel   8,21 8,28 8,26
Spá fra Søgård Þórður Þorgeirsson   8,16 8,14 8,15
Alda från Sundabakka Sebastian Benje   8,19 7,92 8,02
Þökk von der Tannebene Hákon Dan Ólafsson   8,06 7,85 7,93
Villimey von Wallenschwil 2 Fruci Livio   7,77 7,78 7,78

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar