„Hryssan er gæðingur“

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er hafið. Eiðfaxi mun standa vaktina alla vikuna og flytja fréttir af mótinu og taka viðtöl við fólk á vettvangi.
Fyrsta atriði heimsmeistaramótsins eru kynbótadómar og hófst það á flokki 5. vetra hryssa. Þar mættu til dóms sex hryssur og er fulltrúi Íslands í þeim flokki Óskastund frá Steinnesi sýnd af Árna Birni Pálssyni. Faðir hennar er Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og móðir er Óskadís frá Steinnesi. Ræktandi hennar er Magnús Jósefsson en eigandi er Anja Egger og Kronshof.
Óskastund hlaut nú fyrir hæfileika 8,47 og í aðaleinkunn 8,41 en hún stendur efst í sínum flokki eftir forsýningu en yfirlitssýning fer fram á fimmtudag og föstudag.
5. vetra flokkur hryssa
Hross | Knapi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn | ||
Óskastund frá Steinnesi | Árni Björn Pálsson | 8,29 | 8,47 | 8,41 | ||
Táta vom Kronshof | Frauke Schenzel | 8,21 | 8,28 | 8,26 | ||
Spá fra Søgård | Þórður Þorgeirsson | 8,16 | 8,14 | 8,15 | ||
Alda från Sundabakka | Sebastian Benje | 8,19 | 7,92 | 8,02 | ||
Þökk von der Tannebene | Hákon Dan Ólafsson | 8,06 | 7,85 | 7,93 | ||
Villimey von Wallenschwil 2 | Fruci Livio | 7,77 | 7,78 | 7,78 |