Hryssurnar sterkastar á Hestaþingi Sindra og Kóps

  • 14. júlí 2024
  • Fréttir

Þrá frá Fornusöndum og Guðmundur Björgvinsson sigruðu keppni í A-flokki gæðinga. Ljósmynd: Sanne van Hezel

Hestaþing Sindra og Kóps fór fram í gær og heppnaðist vel.

Þrá frá Fornusöndum og Guðmundur Björgvinsson unnu A flokkinn með 8,67 í einkunn. Tesla frá Ásgarði vestri og Jón Herkovic unnu B flokkinn með 8,84 í einkunn. Eðvar Eggert Heiðarsson og Ronja frá Strandarhjáleigu unnu barnaflokkinn og Jórunn Edda Antonsdóttir og Jaðar frá Hvolsvelli unnu unglingaflokkinn.

Einnig var boðið upp á keppni í tölti en tölt T3 vann Kristín Lárusdóttir á Stíg frá Hörgslandi II og tölt T7 vann Erla Katrín Jónsdóttir á Hörpu frá Horni.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr A úrslitum mótsins

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Sigurvegarar í B-flokki Ljósmynd: Sanne van Hezel

B-flokkur:
1. Tesla frá Ásgarði vestri og Jón Herkovic – 8.84
2. Freyja frá Fornusöndum og Elvar Þormarsson – 8.75
3. Sólon frá Ljósalandi í Kjós og Hlynur Guðmundsson – 8.73
4. Dökkvi frá Miðskeri og Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir – 8.58
5. Eik frá Syðri-Fljótum og Kristín Lárusdóttir – 8.57
6. Steinar frá Skúfslæk og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir – 8.49

 

Efstu hross í A-flokki Ljósmynd: Sanne van Hezel

A-flokkur:
1. Þrá frá Fornusöndum og Guðmundur Björgvinsson – 8.67
2. Sturla frá Bræðratungu og Bjarni Sveinsson – 8.61
3. Nótt frá Ytri-Skógum og Hlynur Guðmundsson – 8.55
4. Krafla frá Vík í Mýrdal og Elín Árnadóttir – 8.41
5. Brekkan frá Votmúla 1 og Svanhildur Guðbrandsdóttir – 8.40
6. Muggur hinn mikli frá Melabergi og Lýdía Þorgeirsdóttir – 8.34

 

Þáttakendur í Pollaflokki Ljósmynd: Sanne van Hezel

Pollaflokkur:
– Unnsteinn Heiðar Hlynsson og Klaustri frá Hraunbæ
– Theodór Þorri Guðmundsson og Tilfinning frá Vík í Mýrdal
– Heiðdís Þúla Björnsdóttir og Glúmur frá Syðri-Gróf

 

Efstu knapar í Barnaflokki Ljósmynd: Sanne van Hezel

Barnaflokkur:
1. Eðvar Eggert Heiðarsson og Ronja frá Strandarhjáleigu – 8.62
2. Kristmundur Rafn Guðmundsson og Tilfinning frá Vík í Mýrdal – 7.76
3. Þráinn Elís Björnsson og Atlas frá Litlu-Hámundarstöðum – 7.75

 

Efstu Unglingar Ljósmynd: Sanne van Hezel

Unglingaflokkur:
1. Jórunn Edda Antonsdóttir og Jaðar frá Hvolsvelli – 8.51
2 Steinunn Lilja Guðnadóttir og Skírnis frá Þúfu í Landeyjum – 8.37
3. Kristín Gyða Einarsdóttir og Bryggja frá Feti – 8.36

 

Efstu knapar í T7 Ljósmynd: Sanne van Hezel

T7
1. Erla Katrín Jónsdóttir og Harpa frá Horni – 6.75
2-3. Ingrid Tvergrov og Árangur frá Strandarhjáleigu – 6.25
2-3. Carlotta Josephine Börgmann og Ólafur frá Borg – 6.25
4. Kristín Gyða Einarsdóttir og Kliður frá Efstu-Grund – 6.00
5. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Sif frá Dalsmynni – 5.92
6. Ægir Guðmundsson og Nót frá Ásmundarstöðum 3 – 5.42

 

Sigurvegarar í T3 Ljósmynd: Sanne van Hezel

T3
1. Kristín Lárusdóttir og Stígur frá Hörgslandi II – 7.94
2-3. Birgitta Bjarnadóttir og Náttrún frá Þjóðolfshaga 1 – 7.78
2-3. Hlynur Guðmundsson og Tromma frá Höfn – 7.78
4. Brynjar Nói Sighvatsson og Gáta frá Strandarhjáleigu – 7.06
5. Dagur Sigurðarson og Gróa frá Þjóðolfshaga 1 – 7.00
6. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Dögun frá Skúfslæk – 6.94

 

Sigurvegarar í 100 m skeiði Ljósmynd: Sanne van Hezel

100m skeið
1. Svanhildur Guðbrandsdóttir og Pittur frá Víðivöllum fremri – 8.47
2. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Glitra frá Sveinsstöðum – 8.63
3. Elín Árnadóttir og Ómar frá Oddhóli – 9.20
4. Marit Toven Murud og Sál frá Reykjavík – 0.00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar