Hulda og Sveigur sigruðu B-úrslit í tölti
Hulda Gústafsdóttir og Sveigur frá Varmadal tryggði sér sæti í A-úrslitum tölts í æsispennandi B-úrslitakeppni sem var að ljúka.
Sveigur mun þar með etja kappi við Tuma frá Stóra-Hofi, Ölfu frá Blesastöðum 1a, Mídas frá Kaldbak, Nátthrafn frá Dallandi og Árborg frá Miðey í A-úrslit í tölti fara fram annaðkvöld kl. 21.15.
Meðfylgjandi eru einkunnir úr B-flokki.
Hulda Gústafsdóttir / Sveigur frá Varmadal 8,28
Hinrik Bragason / Sigur frá Hólabaki 8,17
Sigurbjörn Bárðarson / Jarl frá Mið-Fossum 8,00
Erla Guðný Gylfadóttir / Erpir frá Mið-Fossum 7,94
Þorvaldur Árni Þorvaldsson / Smyrill frá Hrísum 7,28