Hver verður Alendis Ride Master 2023?
Þann 19. janúar verður sigurvegari Alendis Ride Master 2023 krýndur við hátíðlega athöfn í Gamla bíó.
Í september hófst vegferð 5 knapa og 5 hesta sem deildu hesthúsi í Víðidal og kepptu í fimm þrautum. Knaparnir sáu um og þjálfuðu sinn hest, og fengu leiðsögn og kennslu valinna reiðkennara.
Yfirumsjón með allri kennslu og samsetningu verkefna var í höndum reiðmeistarans Benedikt Líndals, og honum til halds og traust var Guðmar Þór Pétursson auk þeirra sáu Steinar Sigurbjörnsson og Sonja Noack um kennslu. Þetta var ekki hefðbundin keppni þar sem vegferðin fólst í að hver knapi mætti sínum hesti þar sem hann væri staddur.
Hægt er að vera viðstaddur lifandi útsendingu þar sem krýning og uppgjör knapa mun fara fram.
Búið er að opna uppboðssíðu þar sem hestar þáttarins eru til sölu.
Ræktendur hrossana settu sjálfir upphafsverð á sinn hest áður en keppni hófst.
Ef hestur selst á hærri upphæð en upphafsverð, skiptist sú upphæð milli knapa og ræktenda.
Þeir knapar sem tóku þátt og eiga möguleika á að vinna Ride Master 2023 eru
Grétar Jónsson og Súld frá Íbishóli
Hrefna Hallgrímsdóttir og Blika frá Þjóðholtshaga
Júlía Gunnarsdóttir og Elja frá Skáney
Kristinn Bjarni Waagfjörð og Aþena frá Eystra Fróðholti
Óskar Þór Pétursson og Eron frá Oddhól.
Eftir krýningu verður blásið til alvöru sveitaballs þar sem Stuðlabandið mun halda uppi stuðinu.
Magnús Kjartan Eyjólfsson söngvari Stuðlabandsins og Sigríður Jónsdóttir kona hans eru einmitt þáttastjórnendur Ride Masters.
Hægt er að hafa samband við Alendis fyrir frekari upplýsingar alendis@alendis.is.