Hver verður knapi ársins?
Frá uppskeruhátíðinni í fyrra árið 2024
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram með pompi og prakt í Gamla bíó næstkomandi laugardagskvöld. Þar verður engu til sparað í veitingum og gleði því LÚX veitingaþjónusta sér um matinn og Stuðlabandið um fjörið.
Venju samkvæmt verða þeir knapar, sem þóttu skara fram úr í ár, verðlaunaðir í hinum ýmsu flokkum.
Blaðamaður Eiðfaxa fór á stúfana í hestahúsahvefum Spretts og Fáks í Reykjavík og spurði nokkra hestamenn hvern þeir teldu að yrði Knapi ársins 2025, svör þeirra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Auður Stefánsdóttir keppnisknapi Spretts 2025
Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá Geysir