Hver verður kosinn reiðkennari ársins?

  • 2. janúar 2020
  • Fréttir
FEIFhefur gert það opinbert hvaða þjálfarar/reiðkennarar eru tilnefndir í ár

Um er að ræða sex aðila frá jafn mörgum löndum sem tilnefndir eru í ár.

Fulltrúi Íslands er Ragnheiður Samúelsdóttir. Ragga Sam, eins og hún er jafnan kölluð, er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún kemur víða við í reiðkennslu sinni og kennir jafnt minna vönum sem meira vönum. Fyrir nokkrum árum fór hún af stað með „töltgrúppu“ sem hestamenn kannast við og hefur í kjölfarið notið mikilla vinsælda víða á landinu.

Aðrir tilnefndir eru; Julie Christiansen, Suzan Beuk, Barla Isenbugel, Laura Benson og Jenni Kurki.

Atkvæðagreiðsla er hafin á netinu og er öllum opin, hægt er að kjósa til 13.janúar. Hver ber sigur úr býtum verður tilkynnt á FEIF ráðstefnunni sem fram fer hér á landi í febrúar.

Hægt er að lesa meira um þessa frábæru reiðkennara og kjósa með því að smella hér

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<