Hverjir þykja sigurstranglegastir fyrir kvöldið á Skeiðleikum?

  • 20. maí 2020
  • Fréttir

Eins og komið hefur áður fram á vefsíðu Eiðfaxa að þá hafa íslenskar getraunir farið af stað með veðmálastarfsemi á Skeiðleikum Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins sem haldnir eru á Brávöllum á Selfossi.

Blaðamaður Eiðfaxa lagðist í smá rannsóknarvinnu við að athuga hvaða hestar þykja sigurstranglegastir samkvæmt vef Lengjunnar.

Hægt er að veðja til um sigurvegara í hverri grein en þær eru alls þrjár 250 metra skeið, 150 metra skeið og 100 metra skeið.

Samkvæmt vef Lengjunnar er Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II sigurstranglegastur í 250 og 100 metra skeiði og er með stuðulinn 1,31 í 250 metra skeiði 1,45 í 100 metra skeiði.

Í 150 metra skeiði er það Blikka frá Þóroddsstöðum sem þykir sigurstranglegust með 1,64 í stuðul.

Skoða má stuðlana nánar í hverri grein með því að smella hér.

Velja þarf svo Hestaverðreiðar og þá sér maður hverja grein og stuðla hesta. Einnig er hægt að veðja á ákveðin einvígi hesta í milli og gildir þá hvor þeirra fer á betri tíma.

Minnt er á það að knapar mega ekki veðja á Skeiðleika taki þeir þátt. Það á við um þá eins og aðra íþróttamenn í öðrum greinum.

Sýnt er beint frá Skeiðleikunum á www.alendis.tv

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<