Hverjir vinna a flokkinn, b flokkinn og töltið?

  • 1. júlí 2022
  • Fréttir
Fyrrum Landsmótssigurvegarar spá í spilin

Landsmót hestamanna hefst á Gaddstaðaflötum á Hellu, sunnudag, 3. júlí. Af því tilefni fékk blaðamaður Eiðfaxa nokkra fyrrum Landsmótssigurvegarar til þess að spá í spilin með sér um hvaða knapi og hestur færu með sigur af hólmi í a flokki, b flokki og tölti.

 

Atli Guðmundsson, A flokkur LM2000 Ormur frá Dallandi

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Að sjálfsögðu mætir maður á Landsmót

Hver vinnur A flokkinn?
Má ég velja tvo ? Glúmur frá Dallandi eða Sólon frá Þúfum

Hver vinnur B flokkinn?
Adrían frá Garðshorni eða Safír frá Mosfellsbæ

Hver vinnur töltið ?
Ljúfur frá Torfunesi

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Ætla að horfa á allt nema hópreiðina

 

Baldvin Ari Guðlaugsson, A flokkur LM1998 Galsi frá Sauðárkróki

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Að sjálfsögðu kem ég á Landsmót

Hver vinnur A flokkinn?
A flokk vinnur Hörgdælski hesturinn Leynir frá vinum okkar í Garðshorni

Hver vinnur B flokkinn?
Hinn stórkostlegi Safír frá Mosfellsbæ

Hver vinnur töltið ?
Ég veðja á Palla og Vísir, mikil fegurð þar í gangi

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Ungu kynbótahrossin

Trausti Þór Guðmundsson LM1990 Muni frá Ketilsstöðum

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Að sjálfsögðu kem ég á Landsmót eins og alltaf og hlakka ég mikið til viðburðarins.

Hver vinnur A flokkinn?
Verð að viðurkenna ég hef ekki fylgst nógu vel með stöðu keppnis knapa og hesta til þess að geta spáð til um úrslitin.

Hver vinnur töltið ?
Ég hlakka mikið til að sjá þá Árna Björn og Ljúf í töltinu

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Hlakka mest til að horfa á forkeppnina í a flokk og b flokk og afkvæmahópana hjá stóðhestunum.

 

Steingrímur Sigurðsson A flokkur, LM2006 & Lm2004 Geisli frá Sælukoti

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Að sjálfsögðu

Hver vinnur A flokkinn?
Leynir og Eyrún

Hver vinnur B flokkinn?
Siggi Matt og Safír

Hver vinnur töltið ?
Árni og Ljúfur

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Unglingaflokkinn og A flokkinn

 

Vigdís Matthíasdóttir 100 m. skeið LM2014 Vera frá Þóroddsstöðum

Ætlarðu að mæta á Landsmót?

Hver vinnur A flokkinn?
Leynir og Eyrún

Hver vinnur B flokkinn?
Siggi og Safír

Hver vinnur töltið ?
Ljúfur og Árni Björn

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Finnst alltaf gaman að horfa á 100 m. skeiðið og auðvitað töltið

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar