Hvetur knapa á aldrinum 16-21 árs að láta vita af sér

  • 16. maí 2023
  • Tilkynning

Frá kynningu á U21 landsliðshópnum í nóvember 2022

Tilkynning frá U-21 landsliðsþjálfara

Nú er keppnistímabilið farið af stað á fullum krafti um allt land.

Nú um helgina eru til að mynda tvö WR íþróttamót á dagskrá mótahaldsins á Íslandi og svo er því fylgt eftir með fjölda móta fram í júlí byrjun.

Landsliðsþjálfarar landsliða Íslands í hestaíþróttum og starfsmenn LH fylgjast að sjálfssögðu grannt með þróun mála yfir tímabilið og halda nákvæma tölfræði yfir úrslit og þátttöku á mótum víða um land. WR mótin eru þau sem telja mest og að sjálfssögðu Íslandsmót en vel er fylgst með alls staðar þar sem mögulegir kandídatar í landsliðin taka þátt, bæði hér á Íslandi og einnig erlendis.

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðsins vill beina því til knapa á aldrinum 16-21 árs, sem eru að keppa og eru að stefna að því að vinna sér jafnvel sæti í landsliðshópnum að láta vita af sér til sín á u21@lhhestar.is eða hjá Hinriki Þór sviðsstjóra afreks- og mótamála á hinrik@lhhestar.is

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar