Í skoðun hvort hægt sé að halda Íslandsmót

  • 31. júlí 2020
  • Fréttir

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna er áætlað á Hellu daganna 12.-16.ágúst. Í kjölfar hertra sóttvarnarlaga hefur nú þegar nokkrum íþróttamótum verið frestað en það eru m.a. Íþróttamót Skagfirðings og Suðurlandsmót bæði fullorðinna og yngri flokka sem áætluð voru í ágúst á Hellu.

Blaðamaður Eiðfaxa hafði samband við Ólaf Þórisson, formann Hestamannafélagsins Geysis, og spurði hann út í það hverjar líkurnar á því að Íslandsmótið yrði haldið. ,,Það er verið að velta því fyrir sér hvað gera skal með íslandsmót en við í framkvæmdanefndinni erum að bíða eftir því hvaða ÍSÍ og UMFÍ gefa frá sér en í hreinskilni sagt að eins og staðan er í dag að þá verður mjög erfitt að halda mótið með réttum formerkjum.“ Segir Ólafur og heldur áfram.

,,Þó svo að íþróttin sjálf sé ekki nálægðaríþrótt að þá má heildarfj0ldi á svæðinu ekki fara yfir 100 manns, það þarf því að athuga hvernig það er framkvæmanlegt. Við munum að sjálfsögðu skoða alla möguleika og reyna að finna leiðir til þess að halda mótið en að sjálfsögðu í samráði við sóttvarnaryfirvöld og Landssamband Hestamannafélaga.“

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar