Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum IB.is býður gestum í stúkuna á fjórgangskeppni Meistaradeildar

  • 21. janúar 2025
  • Fréttir
Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni
IB.IS býður ykkur í HorseDay höllina þegar keppt verður í Fjórgangi sem hefst stundvíslega kl. 19:00 á fimmtudaginn.  Í fyrra var það Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti sem sigruðu eftirminnilega. Á kvöld kemur í ljós hverjir mæta til leiks þegar dregið verður í rásröð í beinu streymi hjá EIÐFAXA .IS kl. 20:00.
Veisluþjónusta Suðurlands býður upp á hið margrómaða hlaðborð sem færir ykkur einnig frátekið sæti í stúkunni á besta stað – en aðeins ef þið pantið fyrir fram! Tilvalið að mæta með vinum eða fjölskyldu og eiga skemmtilega kvöldstund með bestu gæðingum landsins. Húsið opnar kl. 17:00.
Pantanir á hlaðborðið fara fram hér: HÉR
Steikarhlaðborð og frátekið sæti í stúkunni!
Aðalréttir

  • Fyllt kalkúna bringa
  • Hægeldað og grillað lamb

Meðlæti

  • Bakaðar kartöflur kryddaðar með hvítlauk og timíaN
  • Ristað rótargrænmeti
  • Sætkartöflusalat með döðlum og heslihnetum
  • Perlubyggsalat með kryddjurtum og grilluðum paprikum
  • Brokkolí- og trönuberjasalat
  • Laufsalat fyrir ferskleika

Sósur

  • Rauðvínssósa og villisveppasósa

​-Verð 4.990kr.

Einnig verða til sölu:

  • 12” pizzur – Margarita – Pepperoni og rjómaostur – Skinka og ananas
  • Kjúklingavængir og nachos með heitri ostasósu
  • …og aðrar léttar veitingar fyrir gesti og gangandi.​


Eiðfaxi TV verður á staðnum og sér til þess að þeir sem ekki komast ekki á staðinn fái veisluna beint heim í stofu!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar