Icehorse Festival hófst í dag

Mynd: Anja Mogensen
Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn og eru 300 hestar og knapar víðsvegar frá Evrópu skráðir leiks.
Keppni hófst í dag en forkeppni er riðin í dag og á morgun en á laugardag og sunnudag eru riðin úrslit auk annarra viðburða.
Fyrsta forkeppni dagsins var í fjórgangi V2 en þar voru 96 knapar skráðir. Caroline Holvad á Eldi fra Bækgård endaði efst með 6,53 í einkunn en á eftir henni er Karen Konráðsdóttir á Hnokka frá Eylandi með 6,47 í einkunn. Þau kepptu einnig í T4 og eru þriðju inn í úrslit.
Næst tók við keppni í fimmgangi F2 og þar stendur efstur Jón Stenild á Ketill fra Langtved en Ketill er undan Eilíf fra Teglborg sem Jón varð heimsmeistari á í fimmgangi 2019.
Síðustu forkeppnir dagsins voru í slaktaumatölti T4 og T2. Í T4 er það Hans-Christian Løwe sem stendur efstur með 6,97 í einkunn en hann sat Hrannar frá Vivildgård. Kristian Tofte Ambo er efstur í T2 á Rósalín fra Almindingen með 7,17 í einkunn.
Allar niðurstöður er hægt að finna á Icetest og hægt er að horfa á mótið í beinni á Eyja.tv.
Efstu 10 í slaktaumatölti T2
Kristian Tofte Ambo and Rósalín fra Almindingen 7.17
Jasmine Stauffer and Kóngur vom Kranichtal 7.03
Molly Emilie Ejlersen and Meyvant frá Feti 6.97
Henriette Hindbo and Jónína fra Hindbo 6.90
Kirstine Pontoppidan and Sesar frá Þúfum 6.73
Marilyn Thoma and Keilir von Federath 6.73
Emma Hannover and Styrmir frá Skagaströnd 6.60
Summer Sandlau Jacobsen and Djass fra Engholm 6.57
Palma Sandlau Jacobsen and Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 6.53
Julia Gudmundsdottir and Baldi frá Feti 6.53
Efstu 10 í slaktaumatölti T4
Hans-Christian Løwe and Hrannar fra Vivildgård 6.97
Finja Niehuus and Nóa vom Kronshof 6.73
Karen Konráðsdóttir and Hnokki frá Eylandi 6.53
Line Rævskær Hansen and Kjalar van de Valge 6.40
Christie Bruun and Vala fra Amhøj 6.00
Anne Mariager and Tindur fra Almindingen 5.77
Emilie Klarup and Hugur fra Langkildehus 5.77
Pernille Blak and Hagur frá Vorsabæ II 5.73
Maria Diget and Logi frá Sunnuholti 5.73
Alberte Smith and Hrafn frá V-Stokkseyrarseli 5.67