1. deildin í hestaíþróttum Ingibergur og Flótti efstir í gæðingaskeiði

  • 20. apríl 2024
  • Fréttir

Ingibergur og Flótti í keppni á Íslandsmóti árið 2021. Ljósmynd: Gísli Guðjónsson

Lokamót 1. deildarinnar í hestaíþróttum fór fram í dag

Síðasta mótið í 1. deildinni í hestaíþróttum fór fram í dag í Víðidalnum í Reykjavík þegar keppt var í gæðingaskeiði.

Sigurvegari var Ingibergur Árnason á Flótta frá Meiri-Tungu með einkunnina 7,67. Ingibergur keppir fyrir lið Sportfáka. Í öðru sæti varð Sanne Van Hezel á Völundi  frá Skálakoti með 7,50 í einkunn og í því þriðja Hákon Dan Ólafsson á Hamarsey frá Hjallanesi 1 með 7,42 í einkunn.

Lokahóf 1. deildarinnar og Samskipadeildarinnar fer fram í kvöld en þar verður tilkynnt um sigurvegara deildarinnar bæði í einstaklings- og liðakeppni.

Hér fyrir neðan eru heildarúrslit í gæðingaskeiði.

Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 7,67
2 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti 7,50
3 Hákon Dan Ólafsson Hamarsey frá Hjallanesi 1 7,42
4 Siguroddur Pétursson Tign frá Hrauni 7,38
5 Birna Olivia Ödqvist Ernir frá Efri-Hrepp 7,08
6 Reynir Örn Pálmason Erla frá Feti 6,96
7 Sigríður Pjetursdóttir Spurning frá Sólvangi 6,79
8 Sigurður Halldórsson Gammur frá Efri-Þverá 6,58
9 Haukur Bjarnason Abel frá Skáney 6,38
10 Anna S. Valdemarsdóttir Styrmir frá Garðshorni á Þelamörk 6,38
11 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Esja frá Miðsitju 6,38
12 Snorri Dal Djarfur frá Litla-Hofi 6,38
13 Eyjólfur Þorsteinsson Dimma frá Syðri-Reykjum 3 6,33
14 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Tign frá Fornusöndum 6,29
15 Arnhildur Helgadóttir Ölur frá Reykjavöllum 6,17
16 Telma Tómasson Forni frá Flagbjarnarholti 6,04
17 Friðdóra Friðriksdóttir Hind frá Dverghamri 5,88
18 Rakel Sigurhansdóttir Blakkur frá Traðarholti 4,67
19 Elín Hrönn Sigurðardóttir Snilld frá Skeiðvöllum 3,71
20 Hermann Arason Þota frá Vindási 3,54
21 Hjörvar Ágústsson Orka frá Kjarri 3,50
22 Gunnhildur Sveinbjarnardó Hörpurós frá Helgatúni 3,38
23 Vigdís Matthíasdóttir Vordís frá Vatnsenda 2,29
24 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 1,79

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar