Ingibergur og Flótti efstir í gæðingaskeiði

Ingibergur og Flótti í keppni á Íslandsmóti árið 2021. Ljósmynd: Gísli Guðjónsson
Síðasta mótið í 1. deildinni í hestaíþróttum fór fram í dag í Víðidalnum í Reykjavík þegar keppt var í gæðingaskeiði.
Sigurvegari var Ingibergur Árnason á Flótta frá Meiri-Tungu með einkunnina 7,67. Ingibergur keppir fyrir lið Sportfáka. Í öðru sæti varð Sanne Van Hezel á Völundi frá Skálakoti með 7,50 í einkunn og í því þriðja Hákon Dan Ólafsson á Hamarsey frá Hjallanesi 1 með 7,42 í einkunn.
Lokahóf 1. deildarinnar og Samskipadeildarinnar fer fram í kvöld en þar verður tilkynnt um sigurvegara deildarinnar bæði í einstaklings- og liðakeppni.
Hér fyrir neðan eru heildarúrslit í gæðingaskeiði.
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Ingibergur Árnason | Flótti frá Meiri-Tungu 1 | 7,67 |
2 | Sanne Van Hezel | Völundur frá Skálakoti | 7,50 |
3 | Hákon Dan Ólafsson | Hamarsey frá Hjallanesi 1 | 7,42 |
4 | Siguroddur Pétursson | Tign frá Hrauni | 7,38 |
5 | Birna Olivia Ödqvist | Ernir frá Efri-Hrepp | 7,08 |
6 | Reynir Örn Pálmason | Erla frá Feti | 6,96 |
7 | Sigríður Pjetursdóttir | Spurning frá Sólvangi | 6,79 |
8 | Sigurður Halldórsson | Gammur frá Efri-Þverá | 6,58 |
9 | Haukur Bjarnason | Abel frá Skáney | 6,38 |
10 | Anna S. Valdemarsdóttir | Styrmir frá Garðshorni á Þelamörk | 6,38 |
11 | Guðmunda Ellen Sigurðardóttir | Esja frá Miðsitju | 6,38 |
12 | Snorri Dal | Djarfur frá Litla-Hofi | 6,38 |
13 | Eyjólfur Þorsteinsson | Dimma frá Syðri-Reykjum 3 | 6,33 |
14 | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | Tign frá Fornusöndum | 6,29 |
15 | Arnhildur Helgadóttir | Ölur frá Reykjavöllum | 6,17 |
16 | Telma Tómasson | Forni frá Flagbjarnarholti | 6,04 |
17 | Friðdóra Friðriksdóttir | Hind frá Dverghamri | 5,88 |
18 | Rakel Sigurhansdóttir | Blakkur frá Traðarholti | 4,67 |
19 | Elín Hrönn Sigurðardóttir | Snilld frá Skeiðvöllum | 3,71 |
20 | Hermann Arason | Þota frá Vindási | 3,54 |
21 | Hjörvar Ágústsson | Orka frá Kjarri | 3,50 |
22 | Gunnhildur Sveinbjarnardó | Hörpurós frá Helgatúni | 3,38 |
23 | Vigdís Matthíasdóttir | Vordís frá Vatnsenda | 2,29 |
24 | Vilborg Smáradóttir | Klókur frá Dallandi | 1,79 |